Þessu bloggi ætla ég að tileinka gítarnum sem ég er að fara að smíða.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Lagður af stað!

Nú fékk ég tölvupóst í gær frá honum Harrison frá L. Oppleman, sem sagði að gítarkittið hefði farið af stað í gær, sem sagt mánudag. Þá er bara að bíða og sjá hvað þetta verður lengi.
Farinn að horfa á Rolling Stones á DVD tónleikum.

sunnudagur, maí 23, 2004

Hugmynd af myndum ofl.

Ég var að búa mér til logoið á gítarhausinn. Þetta verður labelið: Stonemask ® Deluxe "75 - Telecaster Wannabe.

Bara fyndið!
Svo er ég með nokkar hugmyndir af myndum á búkinn. Eins og til dæmis þessar 2:


Sigur Rósar engillinn er alltaf flottur.


Che í góðum fíling. Klassísk mynd.
Báðar alveg helstolnar. En hvað er ekki stolið í þessum gítar??

fimmtudagur, maí 20, 2004

Nýjustu fréttir!

Nú hringdi ég út í verslunina Loppleman . Þá kom í ljós að ég átti að borga aðeins meira, eins og ég sagði áðan. En það er komið í ljós að það er ekki nema 1500 kall sem ég þurfti að bæta við.
Ástæðan fyrir þessari síðu er gerð svona að gamni og svo gæti hún verið fróðleg fyrir þá sem eru að skoða hluti á ebay og vilja kaupa sér hluti þaðan. Til dæmis á ég von á þessu gítarkitti og Diesel gallabuxum sem kostuðu ekki nema 3800 kr með sendingakostnaði. Ef þið hafið einhverjar spurningar. Leggjið inn komment á þetta.
Ég mæli eindregið með þessari verslun, því þeir eru einu af fáum aðilum sem vilja senda beint til Íslands. Svo hef ég ekki að vísu notað SHOPUSA.is en það eru sumir aðilar sem vilja nefnilega ekki senda á 3. aðila. Eingöngu á heimilisfang korthafa.

Svo ef einhver sniðugur veit hvað ég ætti að nota til að skreyta gítarinn. Þetta þarf að vera filma sem ég get prentað á. Og límt eða þrykkt á áður en síðustu lögin af lakkinu fara á gítarinn. En ég held að það eigi bara að vera seinni tíma vandamál.

Örlítið babb í bátinn!

Ég var orðinn svolítið órólegur út af því að hafa ekki fengið nein skilaboð frá seljanda gítarsins. Þannig að ég hringdi út áðan. Spjallaði við næs gaur sem útskýrði fyrir mér að ég hefði bara greitt fyrir innanlandssendingu hjá þeim. Þannig að ég á eftir að borga þeim meira! Ansans. En ég efast um að það verði eitthvað þvílíkt mikið. Láttum okkur bara hafa það. Fæ mail frá þeim síðar. Á að geta borgað mismuninn í gegnum Paypal. Vona að þetta verði bara eini þröskuldurinn í bili. Þetta er víst rótgróin verslun um 100 ára gömul. Maður ætti að treysta þessu liði, í bili alla vega.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Fjárfest í kittinu!


Jæja. Ég bauð 73 dollara í þetta guitar building kit eins og þeir kalla þetta í útlöndum. Klukkan 6 í morgun endaði uppboðið og ég var hæstbjóðandi. Venjulegt verð erum 140 dollarar út úr búð. Ég gekk frá greiðslu í morgun í gegnum Paypal. Nú er bara bíða eftir að einhver vakni þarna í USA. Á eftir að fá upplýsingar um hvernig þetta verði sent og hvernig ég geti fylgst með sendingunni. Sendingagjaldið kostaði 24 dollara.
Svo er bara að koma með meiri fréttir þegar líður að þessu föndri í mér. Ætlunin er að sprauta gítarinn í einhverjum flottum lit. Ég er að leita að filmum sem ég get prentað mynd á sem mig langar að þrykkja á gítarinn. Meira síðar!