Nýjustu fréttir!
Nú hringdi ég út í verslunina Loppleman . Þá kom í ljós að ég átti að borga aðeins meira, eins og ég sagði áðan. En það er komið í ljós að það er ekki nema 1500 kall sem ég þurfti að bæta við.
Ástæðan fyrir þessari síðu er gerð svona að gamni og svo gæti hún verið fróðleg fyrir þá sem eru að skoða hluti á ebay og vilja kaupa sér hluti þaðan. Til dæmis á ég von á þessu gítarkitti og Diesel gallabuxum sem kostuðu ekki nema 3800 kr með sendingakostnaði. Ef þið hafið einhverjar spurningar. Leggjið inn komment á þetta.
Ég mæli eindregið með þessari verslun, því þeir eru einu af fáum aðilum sem vilja senda beint til Íslands. Svo hef ég ekki að vísu notað SHOPUSA.is en það eru sumir aðilar sem vilja nefnilega ekki senda á 3. aðila. Eingöngu á heimilisfang korthafa.
Svo ef einhver sniðugur veit hvað ég ætti að nota til að skreyta gítarinn. Þetta þarf að vera filma sem ég get prentað á. Og límt eða þrykkt á áður en síðustu lögin af lakkinu fara á gítarinn. En ég held að það eigi bara að vera seinni tíma vandamál.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home