Þessu bloggi ætla ég að tileinka gítarnum sem ég er að fara að smíða.

sunnudagur, júní 27, 2004

Gítarinn tilbúinn!

Kláraði gítarinn í dag. Fékk nóg af sólinni á pallinum heima hjá mömmu og pabba, og flúði inn í bílskúr til að klára gripinn. Tókst aðeins að reka skrúfjárnið í búkinn og gaf honum fyrstu rispuna hehe. Tók smá tíma að koma pickupunum í. En það tókst. Fór með gítarinn svo til Stebba gamals félaga míns. Hann fór aðeins yfir hann og stakk honum í samband. Hann hljómar fínt. Stillti hann aðeins innbyrðis og tókst að slíta streng meiri segja. Ruslstrengir sem fylgja þessu. Best að fá sér sett á morgun. En svona lítur hann þá út ásamt stoltum eiganda.



Á eingögnu eftir að stilla neck pickupin (hálspickupinn, þessi krómaði) Og svo ganga frá smá víraflækju sem ég tengdi bara til bráðabirgði til að athuga hvort allt virkaði. Nú vantar mig bara góðan magnara.

4 Comments:

Blogger Gulla said...

Til lukku með nýja gítarinn :o)

28. júní 2004 kl. 00:45

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað kosta svo herlegheitin? Fóstri.

28. júní 2004 kl. 23:55

 
Anonymous Nafnlaus said...

73$ Gítar kit
45$ sendingarkostnaður
2100 kr vsk
4800 kr lakk, bón og klútar
69 kr andlitsgríma
60 kr skrúfupakki til að festa búkinn á meðan spreyjað var.
160 kr sandpappír að mig minnir hehe.
Þolinmæði.

29. júní 2004 kl. 10:16

 
Blogger Orri said...

Fyrst þig vantar bara magnara núna er þá ekki málið verði að næstaproject verði að smíða magnara?

9. október 2004 kl. 15:35

 

Skrifa ummæli

<< Home