Þessu bloggi ætla ég að tileinka gítarnum sem ég er að fara að smíða.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Fjárfest í kittinu!


Jæja. Ég bauð 73 dollara í þetta guitar building kit eins og þeir kalla þetta í útlöndum. Klukkan 6 í morgun endaði uppboðið og ég var hæstbjóðandi. Venjulegt verð erum 140 dollarar út úr búð. Ég gekk frá greiðslu í morgun í gegnum Paypal. Nú er bara bíða eftir að einhver vakni þarna í USA. Á eftir að fá upplýsingar um hvernig þetta verði sent og hvernig ég geti fylgst með sendingunni. Sendingagjaldið kostaði 24 dollara.
Svo er bara að koma með meiri fréttir þegar líður að þessu föndri í mér. Ætlunin er að sprauta gítarinn í einhverjum flottum lit. Ég er að leita að filmum sem ég get prentað mynd á sem mig langar að þrykkja á gítarinn. Meira síðar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home