Þessu bloggi ætla ég að tileinka gítarnum sem ég er að fara að smíða.

sunnudagur, júní 27, 2004

Gítarinn tilbúinn!

Kláraði gítarinn í dag. Fékk nóg af sólinni á pallinum heima hjá mömmu og pabba, og flúði inn í bílskúr til að klára gripinn. Tókst aðeins að reka skrúfjárnið í búkinn og gaf honum fyrstu rispuna hehe. Tók smá tíma að koma pickupunum í. En það tókst. Fór með gítarinn svo til Stebba gamals félaga míns. Hann fór aðeins yfir hann og stakk honum í samband. Hann hljómar fínt. Stillti hann aðeins innbyrðis og tókst að slíta streng meiri segja. Ruslstrengir sem fylgja þessu. Best að fá sér sett á morgun. En svona lítur hann þá út ásamt stoltum eiganda.



Á eingögnu eftir að stilla neck pickupin (hálspickupinn, þessi krómaði) Og svo ganga frá smá víraflækju sem ég tengdi bara til bráðabirgði til að athuga hvort allt virkaði. Nú vantar mig bara góðan magnara.

fimmtudagur, júní 24, 2004

Sprautun lokið

Kláraði að sprauta í dag. Kom aðeins við í hádeginu til að sprauta smá umferð. En tókst að klúðra bakhliðinni á búknum örlítið. Get nú ekki sagt að mér hafi tekist að laga það að fullnustu. En það er smá óslétt bakliðin á smá bletti. Sprautaði yfir það lit og svo nokkrar umferðir með glæru. Er bara nokkuð sáttur.
Bónaði svo hálsinn áðan og hann glansar flott. Ætla að koma við í bílskúrnum í hádeginu líklega og bóna búkinn.
Hér koma nokkrar myndir síðan í gærkvöldi:



þriðjudagur, júní 22, 2004

Byrjaður að sprauta


Ég byrjaði að sprauta búkinn á gítarnum í dag. Fékk þetta fína blá sanséraða lakk í dag. Nokkuð sáttur við þennan lit. Tók eina umferð í kvöld. Þarf örugglega að pússa aðeins niður smá hóla sem mynduðust. Fyrsta umferð svona örlítil æfing. Spurning um að taka 2 í viðbót af lit og svo glæru, kannski er ein af lit nóg í viðbót. Svo er bara að bóna hann með bóninu sem ég fékk með. Ég mæli með að maður noti svona grímu eins og ég notaði. Þessi lökk eru ekki alveg skaðlaus held ég sko.

laugardagur, júní 19, 2004

Skorinn á háls


Fór með Sveini Inga á verkstæðið hans og hann réðst bara á hausinn með fræsara og pússaði svo hann þannig að hann varð bara silkimjúkur. Þannig að Sveinn flýtti ansi mikið fyrir mér. Því ég fæ gæsahúð af því að nota sandpappír úfff hehe!

föstudagur, júní 18, 2004

Lakk

Pantaði lakk hjá Orku í dag. Kom við á verkstæði hérna heima og skoðaði litaspjald. Fann mjög fallegan blásanséraðan lit. Pantaði svo glært lakk með miklum glans til að setja yfir. Einnig buðu þeir mér eitthvað stöff til að pólera þetta í lokin. Svo þetta líti út eins og spegilgljáandi vatnsflötur. Er svo að fá svona filmu til að setja merkið á hausinn á gítarnum. Þetta er allt að smella. Býst við að geta á búknum eftir helgi. Fæ smá hjálp á morgun við að saga út hausinn. Er ekki alveg sá handlagnasti með sögina. Læt aðra um sögina fyrst ég á bara einn háls hehe.
Góða helgi.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Hausinn


Fann loksins á netinu rétta útlitið á hausinn. Veit það er bannað stela! En þetta verður aldrei alveg eins hehe.
Nú er bara að fara og saga út hausinn og byrja kannski að sprauta hálsinn og hausinn glæran og fá góðan glans á þetta.

mánudagur, júní 14, 2004

Gripurinn kominn í mínar hendur!

Jæja, sótti dótið út á pósthús á miðvikudagsmorgun. En þurfti að skreppa í borgina sama dag og var fyrir sunnan þangað til í gær.
Er ekki enn byrjaður á þessu. Er að ákveða liti og svona. Tók myndir af kitinu. Tek svo fleiri myndir þegar ég byrja. Mig langar helst að hafa hann bara viðarlitaðan eða blásanseraðan með smá glimmeri.
Hér koma nokkrar myndir af þessu kitti. Ég mæli með að fólk skoði að kaupa svona.
Myndir:
http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele1.jpg
http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele2.jpg
http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele3.jpg
http://www.simnet.is/steingrimur/tele/tele4.jpg

þriðjudagur, júní 08, 2004

Yes!

Jæja, nú fékk ég að vita að gítarinn ætti að koma í fyrramálið. Væri samt týpískt að hann sé ekki með í sendingunni á morgun.
Svo bara fer allt á fullt í það að sprauta kvikindið og skrúfa saman.

mánudagur, júní 07, 2004

Kominn til landsins!

Ég hringdi í Póstinn í dag, og spurði hvort ég ætti von á einhverju að utan. Jújú passaði. Ég áfram sendi kvittunina fyrir gítardótinu. Og vonandi verða þeir bara fljótir að afgreiða þetta. Spurning um að athuga það áður en ég fer suður. Spurning um að taka búkinn með. Langar aðeins að sýna bróður mínum búkinn. Langar að fá smá sérstaka áferð á hann.

sunnudagur, júní 06, 2004

Enn bíð ég

Bíð og bíð!
Ef þetta verður ekki komið til landsins á þriðjudaginn fer ég að verða órólegur.